Leita í fréttum mbl.is

Jens Guð stofnar trúarsöfnuð

Jens GuðOfurbloggarinn Jens Kristján Guðmundsson, betur þekktur sem Jens Guð, hefur stofnað trúarsöfnuðinn Börn Guðs. Sjálfur mun Jens drottna yfir söfnuðinum, en bloggvinir hans hafa allir skráð sig úr Þjóðkirkjunni og öðrum trúarfélögum og gengið til liðs við Börn Guðs.

Í samtali við Gúrkuna sagði Jens að stofnun Barna Guðs væri rökrétt skref í kjölfar gríðarlegra vinsælda hans í bloggheimum. „Ég var í Ásatrúarfélaginu, en það var nú bara eitthvað flipp,“ sagði hann. „Ég hef lengi kallað mig Jens Guð - svo lengi að margir hafa byrjað að líta á mig sem guð.“

Jens segist vera langt kominn með skrif á Biblíu Barna Guðs og bætir við að boðorð hans séu aðeins þrjú. Hann vildi þó ekki gefa upp boðorðin þar sem hann býst við að opinbera þau í fyrstu messu Barna Guðs sem fer fram á Kringlukránni á gamlárskvöld.

Maður skýtur í sig

PállSífellt fleiri Íslendingar kjósa að byrja að skjóta upp flugeldum áður en klukkan slær tólf á gamlárskvöld, en óveður síðustu daga hefur gert þeim erfitt fyrir. Að því komst tónlistarmaðurinn Páll „Jack“ Sigurbjörnsson á fimmta tímanum í dag þegar raketta sem hann kveikti í fauk og hafnaði í honum, en ekki í stjörnubjörtum himninum.

Páli varð ekki meint að, en er eins og gefur að skilja nokkuð skelkaður. „Ég skýt alltaf löngu áður en áramótin bresta á, ég elska flugelda,“ segir Páll „Jack“ í samtali við blaðamann Gúrkunnar. „Rokið hefur eyðilagt allt fyrir mér og konan reyndi að stoppa mig þegar ég sagðist ætla að fara út að skjóta í dag. Ég sagði henni bara að ég skýt þegar ég vil.“
mbl.is Unnið við erfiðar aðstæður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Útilokar ekki þjóðerniskvóta

Jackie ChanBjörgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra útilokar ekki að beita þjóðerniskvóta til að fjölga asísku fólki í stjórnunarstöðum fyrirtækja á Íslandi. Slíkir kvótar hafa gefist vel í nágrannalöndum okkar, en Dönsk yfirvöld hafa gengið einna lengst og stefna á að allir stjórnendur danskra fyrirtækja verði asískir árið 2010.

„Þetta fólk er harðduglegt og kann að vinna saman,“ segir Björgvin. „Ég meina, hafið þið séð Kínverja reisa hús? Samvinnan er aðdáunarverð. Íslendingar eru bara frekir eiginhagsmunaseggir.“

Björgvin útilokar ekki að þróa þjóðerniskvótakerfið enn frekar og beita mismunandi kvótum eftir starfsgrein. „Það væri til dæmis mjög sniðugt að skylda fjármálafyrirtæki og banka til að hafa allavega einn gyðing í hverri stjórn. Þeir eru svo nískir!“
mbl.is Kynjakvóti tekur gildi í Noregi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hlutabréf hækka á næsta ári

HólmarGreiningardeild útibús Landsbanka Íslands á Skagaströnd spáir því að hlutabréf hækki mikið á næsta ári og að úrvalsvísitalan muni hækka um allt að 13.000%. Hólmar Ásgeirsson, útibústjóri, gjaldkeri og eini starfsmaður greiningardeildarinnar, segir spár um fjármálakreppu næsta árs vera „bölvaðan þvætting“ og „úr lausi lofti gripnar.“

„Ég hef ráðlagt öllum mínum kúnnum að fjárfesta íslenskum hlutabréfum á næsta ári,“ segir Hólmar. „Ég meina, það er allt á uppleið. Ég er sérstaklega bjartsýnn á að FL Group komi til með að hækka mikið á næsta ári, en það byggi ég svo sem á engu.“

mbl.is Hlutabréf lækkuðu á árinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fellibylurinn Hanna herjar á landið

Selfoss á flotiÍslensk stjórnvöld hafa lýst yfir neyðarástandi vegna fellibylsins Hönnu sem nú gengur yfir landið. Bílar hafa fokið á hliðina í óveðrinu og víða um land er rafmagnslaust. Þá hafa flugsamgöngur legið niðri og vegum verið lokað.

Selfoss hefur komið einna verst úr óveðrinu, en Ölfussá hefur flætt yfir bakka sína og bæjarbúar sem búa í grennd við ánna eru margir veðurtepptir á þökum húsa sinna. Geir H. Haarde forsætisráðherra hefur lýst yfir að hann muni gera allt sem í sínu valdi stendur til að koma Selfyssingunum til bjargar, en bætti við að sama hefði ekki gilt um Hvergerðinga, væru þeir í háska.

Búist er við logni víða um land um klukkan sjö í kvöld, en þá verður auga fellibylsins yfir landinu. Loks mun aftur bæta í vind með kvöldinu og nóttin verður Íslendingum afar erfið.

mbl.is Kyrrstæður bíll fauk á hliðina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Höfundur

Gúrkan
Gúrkan

Frjáls og óháð fréttastofa.

gurkutid@gmail.com 

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband