1.1.2008 | 17:44
Hundurinn Lúkas hlaut stórriddarakross
Hundurinn Lúkas, sem var myrtur grimmilega á þessu ári en reis upp frá dauðum, var sæmdur heiðursmerki íslensku fálkaorðunnar á Bessastöðum í dag.
Ólafur Ragnar Grímsson afhenti Lúkasi stórriddarakrossinn og skipaði honum svo að setjast. Lúkas hlýddi því og fékk að launum Maryland-kexköku frá forsetanum. Þá strauk forsetinn Lúkasi og spurði hann ítrekað hvort hann væri góður strákur. Lúkas kunni vel við strokur Ólafs, lagðist svo loks á bakið og gaf í skyn að forsetinn ætti að strjúka maga sínum, sem hann gerði.
Ólafur Ragnar Grímsson afhenti Lúkasi stórriddarakrossinn og skipaði honum svo að setjast. Lúkas hlýddi því og fékk að launum Maryland-kexköku frá forsetanum. Þá strauk forsetinn Lúkasi og spurði hann ítrekað hvort hann væri góður strákur. Lúkas kunni vel við strokur Ólafs, lagðist svo loks á bakið og gaf í skyn að forsetinn ætti að strjúka maga sínum, sem hann gerði.
Ellefu sæmdir heiðursmerkjum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Ég hef til gamans tekið saman lista yfir þá sem líklega hafa fengið tilefnislausar orður á árunum 2000-2007, þetta eru 66 einstaklingar.
Listan má sjá hér http://otti.blog.is/blog/otti/entry/404351/
Óttarr Makuch, 1.1.2008 kl. 23:06
er þetta djók eða? ég meina þetta er hundur sem að dó aldrei og hann er að fá orðu?
Kolbeinn (IP-tala skráð) 2.1.2008 kl. 05:12
allveg hjartanlega sammála. Afhverju á hundur að fá orðu, mer finnst nánast eins og sé verið að líkja honum við jesú krist.
simon svavarsson (IP-tala skráð) 2.1.2008 kl. 05:27
þessi hundur dó aldrey og svo er bara ásakað eithvern gaur um að hafa myrt hann og það kom í moggan og allt það en nei var sá strákur ekki á BLÖNDÓS eða eithverjum asnalegum stað þessi hundur er líka það ljótasta á íslandi!!! og afhverju að láta HUND!!!!! fá orðu eru fólk allveg orðið vangevið gmfg hvað svo drasl fer í taugarnar á mér
logi (IP-tala skráð) 2.1.2008 kl. 05:34
Þið eruð meiru vitleysingarnir, þetta blogg er grín.
B (IP-tala skráð) 2.1.2008 kl. 06:27
og endilega lærið stafsetningu - það ætti að flækja dæmið í ruslpóstvörninni, jafnvel kasta inn margföldun eða veldisreikningi... það myndi sía út einhverja vitleysinga... "Hvað er tveir í fjórða veldi?"
B (IP-tala skráð) 2.1.2008 kl. 06:30
What, ég ætla að vona að þeir sem eru að kommenta hér séu líka að grínast eins og pistlahöfundur, ekki haldið þið að það sé eitthvað til í þessu?? Annars er þetta bráðfyndin frétt hehehe..
Grétar (IP-tala skráð) 2.1.2008 kl. 11:37
frægasti hundurinn sem dó ekki..
Viðar Freyr Guðmundsson, 2.1.2008 kl. 13:22
Forsetinn er bara heimskur, ég meina það hvað á hundur að gera við heiðursorðu? Á hann að monta sig fyrir framan hina hundana.og ekki nóg með það hvað er svona frægt við það að hann fær Maryland kexköku frá forsetanum? Ég er viss um að hann hefur örugglega fengi 1000 Maryland kexkökur heima hjá sér, ég sé bara engan mun.
Valdimar (IP-tala skráð) 2.1.2008 kl. 17:05
Sumt fólk hér á undan mér tekur þessu virkilega alvarlega..
besta frétt sem ég hef lesið á þessu ári
Eva (IP-tala skráð) 2.1.2008 kl. 18:46
Hvar sérð þú grein um Lúkas??
Siggi Lee Lewis (IP-tala skráð) 2.1.2008 kl. 20:09
Ehh....Ef þetta átti að vera fyndið fór það heldur betur í klósettið hehe....
Siggi Lee Lewis (IP-tala skráð) 2.1.2008 kl. 20:11
Hólmdís Hjartardóttir (IP-tala skráð) 3.1.2008 kl. 01:38
hahaha þetta er bara asnalegt,,,það er örruglega slatti af fólki sem á skilið að fá sona fálkaorðu en í staðinn fær einhver skítugur hundur hana,,,það er greinilegt að þessi fálkaorða er enginn heiður að fá
dengsi (IP-tala skráð) 3.1.2008 kl. 06:58
Þetta blogg sýnir það svart á hvítu að það er hægt að bulla og ljúga hverju sem er að forheimsku fólki. Ansi mörg komment hér að ofan sýna það.
Það er spurning hvort Gúrkan þurfi ekki að setja millifyrirsagnir í allar bloggfærslur hér eftir til að rugla ekki grey einfalda fólkið sem áttar sig ekki á gríninu.
Gísli Friðrik Ágústsson (IP-tala skráð) 4.1.2008 kl. 02:08
Hefur fólk aldrei heyrt um "súra gúrgu"? Greinilegt að það er ekki að átta sig á að þetta er grín? Gúrka þú ert frábær haltu áfram svona :)
Mikki (IP-tala skráð) 5.1.2008 kl. 00:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.