Leita í fréttum mbl.is

Jens Guð stofnar trúarsöfnuð

Jens GuðOfurbloggarinn Jens Kristján Guðmundsson, betur þekktur sem Jens Guð, hefur stofnað trúarsöfnuðinn Börn Guðs. Sjálfur mun Jens drottna yfir söfnuðinum, en bloggvinir hans hafa allir skráð sig úr Þjóðkirkjunni og öðrum trúarfélögum og gengið til liðs við Börn Guðs.

Í samtali við Gúrkuna sagði Jens að stofnun Barna Guðs væri rökrétt skref í kjölfar gríðarlegra vinsælda hans í bloggheimum. „Ég var í Ásatrúarfélaginu, en það var nú bara eitthvað flipp,“ sagði hann. „Ég hef lengi kallað mig Jens Guð - svo lengi að margir hafa byrjað að líta á mig sem guð.“

Jens segist vera langt kominn með skrif á Biblíu Barna Guðs og bætir við að boðorð hans séu aðeins þrjú. Hann vildi þó ekki gefa upp boðorðin þar sem hann býst við að opinbera þau í fyrstu messu Barna Guðs sem fer fram á Kringlukránni á gamlárskvöld.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gúrkan
Gúrkan

Frjáls og óháð fréttastofa.

gurkutid@gmail.com 

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband