Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2008
7.1.2008 | 21:42
Jón Viðar ekki velkominn í matarboð fjölskyldunnar
Jón hefur ávallt verið frekar ósáttur við það sem ég elda, en þegar hann sagði nálykt stíga af áramótakalkúninum mínum, þá sagði ég stopp, sagði Droplaug í sms-i til Gúrkunnar. Ég mun ekki bjóða honum framar í veislu.
Í stuttu samtali við Gúrkuna í kvöld sagði Jón Viðar að viðbrögð Droplaugar væru óttalega klén en vildi að öðru leiti ekki tjá sig um málið.
7.1.2008 | 20:46
Þjálfar alla vöðva líkamans í einu
Já, hver kannast ekki við aukakílóin sem á að ná af sér fyrir jól? sagði Lára eldhress í viðtali við Gúrkuna. Við kynnum nú Hringvöðvann, en tækið þjálfar alla vöðva líkamans á sama tíma. Kynntu þér þetta ótrúlega tæki, á Vörutorg.is.
7.1.2008 | 01:35
Félag íslenskra ofbeldismanna mótmælir
Þetta er glatað, hvað eigum við að gera á laugardagskvöldum ef við getum ekki barið fótboltamenn?, sagði Kiddi Kylfa, talsamaður Félags íslenskra ofbeldismanna. Það verður einhver laminn núna, það er á hreinu. Nú setjum við hnefann í borðið.
Félag íslenskra ofbeldismanna stendur fyrir mótmælum á Austurvelli á morgun klukkan 14. Ofbeldismenn og fórnarlömb eru hvattir til að koma og láta í sér heyra.
6.1.2008 | 23:23
Fullt út úr dyrum á bastarðaballi
Þetta var æðislegt, það var svo gaman að sýna sig og sjá aðra bastarða, sagði Margeir Páll Veruson, bastarður og verslunarstjóri Krónunnar á Eyrarbakka. Ég vissi ekki að það væru svona margir bastarðar á svæðinu.
Margeir mætti með Veru móður sinni á ballið, en hann hefur aldrei hitt föður sinn. Hún var að vonum ánægð með ballið. Margeir minn var einmitt getinn á svipuðu balli fyrir 43 árum, sagði hún. Svo er spurning hvort hann eignist ekki systur eða bróður eftir níu mánuði.
Frumlegasta hjákonan verðlaunuð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
6.1.2008 | 23:04
Dýrasta auglýsing Íslandssögunnar
Í auglýsingunni sést fimm manna fjölskylda á strönd í nokkrar sekúndur áður en skilaboð birtast á skjánum. Samkvæmt heimildum Gúrkunnar fengu leikararnir fimm í auglýsingunni um 20 milljarða á mann fyrir að leika í auglýsingunni, sem var tekin upp í Dubai. Þá var mjög fjölmennt lið kvikmyndatökumanna og textahöfunda sem kom að gerð auglýsingarinnar.
Magnús Scheving meðal ríkustu manna heims? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
4.1.2008 | 08:36
Umfangsmesti bókastuldur sögunnar
Hin 87 ára gamla Friðrikína Fífí Carlsen, frænka Kristínar, liggur undir grun, en talið er að hún hafi komið bókunum í verð á ársþingi félags íslenskra matreiðslumanna. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir náðist ekki í Friðrikínu, enda á hún ekki gemsa.
Hvorki Siggi Hall né Jói Fel vildu tjá sig um málið við Gúrkuna.
Stærsti bókastuldur Íslandssögunnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
3.1.2008 | 02:16
Var aldrei of þungur
Hafþór kom eins og stormsveipur í íslenska dægurmenningu á síðasta ári þegar hann steig fram og sagðist hafa misst 200 kíló á hálfu ári eftir að hann hætti að borða djúpsteikt Oreo-kremkex. Íslendingar muna eftir honum á forsíðum blaðanna og kvenfólkið man eftir ótrúlegum danshæfileikum hans á djamminu.
Ég spilaði með vegna peninganna og athyglinnar, sagði móðir Hafþórs í tölvupósti til Gúrkunnar. En ég get sagt hér með að Hafþór hefur aldrei verið of þungur.
2.1.2008 | 16:00
Líkir sér við Tom Cruise
Nú er ég búinn að pípa í tólf ár og hef ekki unnið gullna skrúflykilinn einu sinni, sagði Eyþór öskuvondur í samtali við Gúrkuna. Eyþór er þekktastur fyrir að hafa séð um pípulagnirnar í Smáralindinni, en hann og Valgeir, sonur hans, sáu um verkið einir. Hvernig er hægt að horfa fram hjá svona? Ég bara spyr. Ég og Tom Cruise erum sannarlega þjáningarbræður.
Líkir sér við Tom Cruise | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
2.1.2008 | 01:52
Flug Eldur sprakk
Þetta eru gríðarleg vonbrigði fyrir mig og aðdáendur mína, sagði Flug Eldur, gjörsamlega sprunginn í samtali við blaðamann Gúrkunnar. Ég strengdi áramót í heit um síðustu áramót og ætlaði að ná 10 kílómetrum í ár, en það gengur bara betur næst.
1.1.2008 | 21:08
Býður sig fram gegn Ólafi
Brandur Njáll Fjóluson, trommuleikari dauðarokksveitarinnar Death Skull, hefur ákveðið að bjóða sig fram til forseta Íslands. Þetta tilkynnti Brandur í fjölskylduboði heima hjá ömmu Fífí um kvöldmatarleitið í kvöld.
Kosningar verða haldnar á þessu ári, en Ólafur Ragnar Grímsson, núverandi forseti, tilkynnti í dag að hann muni falast eftir endurkjöri.
Allir fjölskyldumeðlimir Brands, sem voru komnir saman í matarboðinu, styðja framboðið nema Rúnar frændi. Brandur á eftir að skila Beverly Hills Cop á DVD til Rúnars sem tekur svona skussaskap mjög nærri sér.
Ég hef mjög mikinn áhuga á ferðalögum og matarboðum. Ég hef eiginlega ekki áhuga á neinu öðru í lífinu, sagði Brandur í símaviðtali við Gúrkuna í kvöld. Þess vegna tel ég kjörið að ég verði forseti og trúi í hjarta mínu að íslenska þjóðin telji það einnig.
Ekki náðist í Ástþór Magnússon við vinnslu fréttarinnar.
Býður sig fram til endurkjörs | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)