7.1.2008 | 21:42
Jón Viðar ekki velkominn í matarboð fjölskyldunnar
Jón Viðar Jónsson, leikhúsgagnrýnandi DV, er ekki lengur velkominn í matarboð til Droplaugar Nönnu Helgadóttir, frænku sinnar, eftir að hann gagnrýndi matseld hennar harðlega í afmælisveislu Gunnars Gunnarssonar, frænda þeirra.
Jón hefur ávallt verið frekar ósáttur við það sem ég elda, en þegar hann sagði nálykt stíga af áramótakalkúninum mínum, þá sagði ég stopp, sagði Droplaug í sms-i til Gúrkunnar. Ég mun ekki bjóða honum framar í veislu.
Í stuttu samtali við Gúrkuna í kvöld sagði Jón Viðar að viðbrögð Droplaugar væru óttalega klén en vildi að öðru leiti ekki tjá sig um málið.
Jón hefur ávallt verið frekar ósáttur við það sem ég elda, en þegar hann sagði nálykt stíga af áramótakalkúninum mínum, þá sagði ég stopp, sagði Droplaug í sms-i til Gúrkunnar. Ég mun ekki bjóða honum framar í veislu.
Í stuttu samtali við Gúrkuna í kvöld sagði Jón Viðar að viðbrögð Droplaugar væru óttalega klén en vildi að öðru leiti ekki tjá sig um málið.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Haha, ótrúlegur hann Jón...
En gúrka, ég býð spennt ennþá eftir nýrri frétt...það eru liðnir átta dagar for crying out loud!
Helga Björk (IP-tala skráð) 15.1.2008 kl. 10:39
Og ég líka ! þetta finnst mér hálf klént, þú færð 3 drullukökur fyrir þetta fréttaleysi !
Sævar Einarsson, 17.1.2008 kl. 08:12
Ég get ekki orða bundist, það er búið að kippa stoðunum undan tilveru minni og gínandi svartnættið er búið að blasa við og ekkert ljós er við enda ganganna: Engar nýjar frétttir í 2 vikur....
dóra drumbur (IP-tala skráð) 20.1.2008 kl. 14:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.