7.1.2008 | 01:35
Félag íslenskra ofbeldismanna mótmælir

Þetta er glatað, hvað eigum við að gera á laugardagskvöldum ef við getum ekki barið fótboltamenn?, sagði Kiddi Kylfa, talsamaður Félags íslenskra ofbeldismanna. Það verður einhver laminn núna, það er á hreinu. Nú setjum við hnefann í borðið.
Félag íslenskra ofbeldismanna stendur fyrir mótmælum á Austurvelli á morgun klukkan 14. Ofbeldismenn og fórnarlömb eru hvattir til að koma og láta í sér heyra.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.