Leita í fréttum mbl.is

Umfangsmesti bókastuldur sögunnar

FriðríkinaLögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar nú umfangsmesta stuld á bókum og ritum sem framin hefur verið á Íslandi. Tugum matreiðslubóka og uppskriftum var stolið úr dánarbúi Kristínar „Kjötkrafts“ Carlsen, en hún er þekktust fyrir að hafa verið sú fyrsta til að skrá niður uppskrift af íslenskri kjötsúpu.

Hin 87 ára gamla Friðrikína „Fífí“ Carlsen, frænka Kristínar, liggur undir grun, en talið er að hún hafi komið bókunum í verð á ársþingi félags íslenskra matreiðslumanna. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir náðist ekki í Friðrikínu, enda á hún ekki gemsa.

Hvorki Siggi Hall né Jói Fel vildu tjá sig um málið við Gúrkuna.
mbl.is Stærsti bókastuldur Íslandssögunnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég var nú stödd á ársþingi félags íslenskra matreiðslumanna,  uppskriftinn var ekki boðin upp í opinberu uppboði, hinsvegar þegar ég sé myndina af þessari konu rifjast upp að ég sá konu í sjálflýsandi dragt, komna á efri ár laumast með veggjum og ná áheyrn forseta FÍMM. Þau hurfu í nokkurn tíma og svei mér þá ef það stóðu ekki vöndlar af péningaseðlum uppúr vösum þeirrar sjálflýsandi þegar hún hvarf út í myrkrið.  Gúrkan er greinilega komin á slóð stórrar fréttar og áhugavert hvert sú góða rannsóknarblaðmennska leiðir.

Dóra drumbur (IP-tala skráð) 6.1.2008 kl. 12:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gúrkan
Gúrkan

Frjáls og óháð fréttastofa.

gurkutid@gmail.com 

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband