31.12.2007 | 10:44
Tombólupeningar renna í vasa barns
Hinn 5 ára gamli Aron Angantýr Aronsson hóf í morgun söfnun á hlutum í tombólu sem hann verður með heima hjá sér í Vestmannaeyjum 2. janúar næstkomandi. Aron hyggst láta ágóða tombólunnar renna í eigin vasa, en ekki til góðgerðarmála eins og tíðkast hér á landi.
Forsvarsmenn Rauða krossins á Íslandi eru slegnir yfir framtaki Arons, en tombólur barna eru helsta fjármögnunarleið samtakanna og skila inn allt að þremur milljörðum á ári sem Rauði krossinn notar til að fjármagna hjálparstörf um allan heim.
Aðspurður segist Aron ekki ætla að breyta áformum sínum. Þeir geta bara átt sig, segir hann. Rauði krossinn segist hjálpa börnum. Ég er barn og ég fékk ömurlegar jólagjafir. Ég verð komast á útsölur í janúar og bæta úr þessu.
Ekki náðist í foreldra Arons við vinnslu fréttarinnar.
Forsvarsmenn Rauða krossins á Íslandi eru slegnir yfir framtaki Arons, en tombólur barna eru helsta fjármögnunarleið samtakanna og skila inn allt að þremur milljörðum á ári sem Rauði krossinn notar til að fjármagna hjálparstörf um allan heim.
Aðspurður segist Aron ekki ætla að breyta áformum sínum. Þeir geta bara átt sig, segir hann. Rauði krossinn segist hjálpa börnum. Ég er barn og ég fékk ömurlegar jólagjafir. Ég verð komast á útsölur í janúar og bæta úr þessu.
Ekki náðist í foreldra Arons við vinnslu fréttarinnar.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
tombóla? hvar og hvenær? Ég elska þig Aron
flott síða btw...vel gert!
Hildur (IP-tala skráð) 31.12.2007 kl. 18:37
HAHaHAHa
Hlynur hlunkur (IP-tala skráð) 31.12.2007 kl. 22:29
Skemmtilegt Jón. Þú geymir margan persónuleikann.
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 4.1.2008 kl. 08:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.