31.12.2007 | 09:41
Sally Field fagnar nýju ári á Rex
Bandaríska leikkonan Sally Field, sem nú dvelur á landinu, fagnar nýja árinu á skemmtistaðnum Rex í kvöld ásamt góðum vinkonum sínum Stacy Perkins og Jóhönnu Klemenz.
Jóhanna segir vinkonurnar njóta lífsins út í ystu æsar á Íslandi, en Field hefur ekki veitt íslenskum fjölmiðlum viðtöl. Hún hefur þó gefið íslenskum aðdáendum eiginhandaráritanir og veitt íslenskum karlpeningi verðskuldaða athygli, en þeir eru jafnan taldir þeir fallegustu í heimi.
Karlahópur Femínistafélags Íslands hefur mótmælt komu Sally Field til landsins og segir í tilkynningu að ekki beri að fagna komu konu sem hefur hlutgert karlmenn á jafn óvæginn hátt og Field gerði í spjallþætti Conans O'Brian á síðasta ári.
Jóhanna segir vinkonurnar njóta lífsins út í ystu æsar á Íslandi, en Field hefur ekki veitt íslenskum fjölmiðlum viðtöl. Hún hefur þó gefið íslenskum aðdáendum eiginhandaráritanir og veitt íslenskum karlpeningi verðskuldaða athygli, en þeir eru jafnan taldir þeir fallegustu í heimi.
Karlahópur Femínistafélags Íslands hefur mótmælt komu Sally Field til landsins og segir í tilkynningu að ekki beri að fagna komu konu sem hefur hlutgert karlmenn á jafn óvæginn hátt og Field gerði í spjallþætti Conans O'Brian á síðasta ári.
Fer á Rex | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Ég mótmæli líka! Þetta notlega gengur ekki lengur. Maður getur varla farið lengur á skemmtistaði þarsem erlendar konur horfa á mann einsog maður sé e-ð kjötstykki og klæða mann svo gjörsamlega úr með augunum að maður heldur að maður sé bara hreinlega nakinn útá lífinu.
kári sturluson (IP-tala skráð) 31.12.2007 kl. 16:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.