Færsluflokkur: Íþróttir
31.12.2007 | 14:37
Jón Arnór tapaði fyrir La Fortezza
Jón Arnór Stefánsson tapaði fyrir La Fortezza Bologna 6:72 í ítölsku úrvalsdeildinni í körfuknattleik í gær. Jón Arnór lék 16 mínútur í leiknum og skoraði tvær þriggja stiga körfur, en lið La Fortezza gekk á lagið þegar hann sat á bekknum og skoraði án afláts.
„Auðvitað er erfitt að standa í þessu einn,“ sagði Jón Arnór örþreyttur í samtali við ítalska fjölmiðla eftir leikinn í gær. „Svona gera Íslendingar bara í útlöndum. Sjáið bara Eið.“
Jón Arnór situr í neðsta sæti ítölsku úrvalsdeildarinnar og hefur ekki sigrað leik. Hann hefur skorað 45 stig í 12 leikjum - allt úr þriggja stiga skotum - og fengið á sig 1.652. Eins og gefur að skilja hefur hann hvorki náð frákasti né gefið stoðsendingu.
![]() |
Jón Arnór skoraði 6 stig |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 14:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)